Fækkun hefur verið í farþegaflugi innanlans frá apríl á síðasta ári, segir Árni Gunnarsson, forstjóri Flugfélags Íslands. Þetta kemur fram á vef Morgunblaðsins. „Við tengjum það breytingum á opinberum gjöldum þá, það voru miklar hækkanir á lendingargjöldum og farþegagjöldum sem við höfðum ekki tök á öðru en að setja út í verðlagið.“

Árni segir samdráttinn vera um 7-8% á fyrstu mánuðum þessa árs en að á móti komi fjölgun í farþegaflugi til Grænlands. „Við erum að upplifa svipaða fækkun og eftir bankahrunið.“