1. Microsoft gerði hörmulega þýðingarvillu þegar það þýddi stýrikerfið Windows XP á spænsku. Stýrikerfið spurði notendur um kyn og gaf þrjá valmöguleika: Ótilgreint, karlmaður eða tík.

2. Slagorð bjórtegundarinnar Coor?s, "slepptu því lausu" eða "turn it loose" afbakaðist verulega þegar það var þýtt yfir á spænsku: "Fáðu niðurgang."

3. Slagorð PepsiCo "finndu lífskraftinn með Pepsi kynslóðinni" eða "come alive with the pepsi generation" afbakaðist í kínversku í "Pepsi vekur forfeður þína aftur til lífsins, úr gröfinni."

4. Sókn Kellog?s kornflaga á Indlandsmarkað var hörmung. Indverjar borða ekki kaldan morgumat og morgunkornið missir strax þennan brakandi eiginleika sinn með heitri mjólk.

5. Pizza Hut átti einnig í basli með Indlandsmarkað, þar sem ítalskar bragðtegundir eru óþekktar. Þegar boðið var upp á "tandoori" álegg fjórfaldaðist salan.

6. Clairol setti á Þýskalandsmarkað krullujárn undir nafninu "Mist Stick." Mist þýðir mykja á þýsku.

7. Þegar Gaber hóf að selja barnamat í Afríku notaði það bandarísku umbúðirnar í fyrstu. Þar kunna fái að lesa og innihald vara er lýst með myndmáli; því héldu sumir að um væri að ræða: Barn í dós.