Velta með hlutabréf var tæplega 11 milljarðar í Kauphöllinni en þar af voru um 7,1 milljarður með bréf í Glitni [ GLB ].

Rúmlega 100 færslur voru í kringum viðskipti með hlutabréf í Glitni í dag.

Stærstu einstöku viðskiptin er sala á 100 milljón hlutum á genginu 16,9 að andvirði 1.690 þúsund sem fram fór um korter í tvö í dag.

Önnur stór viðskipti er sala á 31,4 milljónum hluta á genginu 17,15 að verðmæti 539 milljónir og sala á 25 milljón hlutum á genginu 17,15 að verðmæti 429 milljónir.

Önnur dæmi um stór viðskipti er sala á 45,9 milljón hlutum á genginu 16,9 að verðmæti 776 milljónir og sala á 32 milljón hlutum á genginu 17,05 að verðmæti 545,6 milljónir.

Þá fóru fram í morgun ein stök viðskipti upp á 795,6 milljónir. Í því tilfellir voru um 46,6 miljón hlutir seldir á genginu 17,05 (sem er meðalgengi í félaginu).

Þá eru einnig viðskipti upp á 204,6 milljónir þar sem seldir eru 12 milljón hlutir á sama gengi, 17,05.

Meðalgengi Glitnis var í morgun 17,05 en félagið hækkaði um 1,5% í dag og var meðalengi félagsins 17,3 á hvern hlut.

Um 65% allra viðskipta með hlutabréf eru með bréf í Glitni.