Í fjárlagaáætlun þeirri sem nýframlögð fjárlög byggja á er gert ráð fyrir að svokallað útgjaldasvigrúm aukist um 7 milljarða króna á ári út áætlunartímann sem er til ársins 2021.

Er svigrúmið samanlagt á árunum 2017 til 2021 42 milljarðar króna, en svigrúmið fyrir árið 2017 nemur 14 milljörðum króna.

Eins og Viðskiptablaðið hefur fjallað um áður fá heilbrigðis-, menntamál og löggæsla sérstakan forgang í fjárlögum næsta árs, en samt sem áður verður afgangur af fjárlögunum 96 milljarðar .