Google ætlar að fjárfesta ríflega 7 milljörðum króna í opnun nýrra skrifstofa og gagnavera í Bandaríkjunum á þessu ári. Reuters greinir frá.

Einn milljarður af þessum 7 milljörðum fer í fjárfestingar í heimaríkini Kaliforníu. Á sama tíma eru mörg félög að flýja Kísildalinn vegna breytts vinnulags, þar sem lögð er áhersla á fjarvinnu, sem Covid faraldurinn hefur haft í för með sér. Að auki eru félögin að forða sér frá háum rekstrarkostnaði og háum sköttum, sem er fylgifiskur þess að vera með skrifstofur í Kísildalnum.

Þessi fjárfesting mun skapa að minnsta kosti 10 þúsund ný störf, að sögn forstjórans Sundar Pichai.