Verð á flugeldum hækkar um 7% frá síðustu áramótum samkvæmt hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Þar segir Jón Ingi Sigvaldason hjá Landsbjörg meginskýringuna vera þá að framleiðslukostnaður hafi farið hækkandi í Kína. Hækkunin þaðan hafi numið 7-12% á hverju ári undanfarin ár en um 3% verðbólga er þar í landi. Flutningskostnaður hefur einnig aukist en á móti vegur að gengi krónunnar er hagstæðara en á sama tíma í fyrra.