Fyrsta skóflustungan að hótelbyggingu við Flugstöð Leifs Eiríkssonar var tekin um helgina að því er kemur fram á vef Víkurfrétta. Byggingin verður 3.200 fermetrar og er áætlaður byggingatími 14 mánuðir. Gert er ráð fyrir að hótelið verði með 60-70 herbergi og verði þriggja stjörnu.

Byggingaaðili hótelsins er Anton ehf. en rekstur hótelsins verður í samvinnu við Hótel Smára í Kópavogi sem er þriggja stjörnu hótel. Byggingarstjóri er Gunnar Gunnarsson húsasmíðameistari, arkitekt er Kristinn Ragnarsson hjá KRark að því er segir í Víkurfréttum.

Meðal stærri verkefna sem KRark hafa hannað og eru Norðurturn Smáralindar, byggingin sem er að rísa við Skógarlind, í hallanum við Núpalind og síðan gríðarmikið skrifstofuhús við Urðarhvarf.