Bandaríski skuldabréfarisin PIMCO segir í nýlegri skýrslu sinni að fjárfestar þurfi að hætta að taka stöðunni á mörkuðum sem sjálfsögðum hlut og telur fyrir tækið að 70% líkur séu á efnahagskreppu á næstu fimm árum.

Í skýrslunni segja þeir fjárfesta vera orðna værukæra og að áhætta vegna stöðu í ríkisfjármálum, peningamálum, alþjóðaviðskiptum og stjórnmálum hafi aukist. „Okkar skoðun er sú að margir markaðsaðilar eru alltof rólegir og að áhætta til meðallangs tíma hefur vaxið" segir í skýrslunni.

Segir fyrirtækið að bandarískir fjárfestar ættu að nýta tækifærið á meðan að markaðir eru í hæstu hæðum til að losa um stöður sínar og byggja upp lausafé til þess að geta nýtt tækifærin þegar markaðurinn leiðréttir sig.