Engin greiðsla fékkst upp í lýstar kröfur í þrotabú félagsins Zafran ehf. en kröfurnar námu tæpum 70 milljónum króna auk áfallinna vaxta og kostnaðar eftir úrskurðadag gjaldþrotaskipta. Félagið var stofnað um rekstur veitingastaðarins Eldhrímnis í Borgartúni sem varð gjaldþrota fyrir rúmu ári.

Félagið Zafran ehf. var sem áður segir stofnað um rekstur veitingastaðarins Eldhrímnis sem var opnaður í Borgartúni í ágúst 2009 og var þar persneskur matur á boðstólum. Eftir að félagið var tekið til gjaldþrotaskipta upphófust dómsmál en eigendur staðarins höfðu tæplega 1,4 milljóna sjálfskuldarábyrgð sem þeir gengust í fyrir félagið. Eigendurnir töpuðu því máli.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér að ofan.