Ráðgjafafyrirtækið Expectus hagnaðist um 70 milljónir króna á síðasta rekstrarári, samanborið við 81 milljónar króna hagnað árið áður. Rekstrartekjur félagsins námu 385 milljónum króna og eignir námu tæplega 178 milljónum króna. Eigið fé félagsins nam 102 milljónum króna og eiginfjárhlutfall var því 57% í árslok 2018. Laun og launatengd gjöld námu rúmlega 245 milljónum króna en að meðaltali störfuðu 16 manns hjá fyrirtækinu í fyrra. Gunnar Steinn Magnússon er framkvæmdastjóri félagsins.