Breska orkufyrirtækið BP hefur selt þann hluta félagsins sem snýr að vinnslu á jarðolíu og jarðgasi. Starfsemin var seld til Ineos fyrir um 5 milljarða dollara, eða um 700 milljarðar íslenskra króna. Viðskiptin voru fyrst nefnd fyrir þó nokkrum árum en samningaviðræður hófust á ný fyrir nokkrum mánuðum.

Salan er sögð vera hluti af enduruppbyggingu félagsins sem miðar að framleiðslu á vistvænni orkugjöfum. Frá þessu er sagt á vef The Wall Street Journal.

Töluverðar breytingar hafa verið á rekstri BP en félagið hefur sagt upp um 14% af starfsmönnum sínum. „Þetta er enn eitt ferlið sem miðar að því að endurbyggja BP,“ er haft eftir Bernard Looney, framkvæmdastjóra BP.