Slitastjórn Kaupþings hefur leitað til dómstóla til að fá upplýsingar um tvær íbúðir sem Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, færði yfir á systur sína. Magnús var í Hæstarétti í október árið 2012 dæmdur til að greiða slitastjórn Kaupþings í kringum 717 milljónir króna vegna lána sem hann fékk hjá bankanum til að kaupa hlutabréf hans.

Heildarlántökur Magnúsar námu tæpum 1,8 milljörðum króna.

Fram kemur í umfjöllun RÚV um málið að slitastjórn Kaupþings reyni nú að innheimta greiðslu frá Magnúsi og hafi m.a. fram fram á við sýslumanninn í Reykjavík að upplýst verði um eignir Magnúsar í  borginni, þ.á.m. um tvær íbúðir sem Magnús á að hafa fært yfir á nafn systur sinnar. Sýslumaður neitaði að verða við óskum slitastjórnarinnar og var málinu skotið til dómstóla. Málflutningur var í því máli í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Hér má lesa bæði dóm Hæstaréttar í máli Magnúsar og héraðsdóms.