Undanfarið hefur verið töluvert rætt um að fasteignamarkaðurinn sé á uppleið, þótt enn sé nokkuð í að raunverð fasteigna nái aftur þeim hæðum sem það var í fyrir bankahrun.

Ef marka má auglýsingu á fasteignavef mbl.is hefur þessi þróun náð lengra í sumum hverfum Reykjavíkur, en þar er auglýst til sölu 90 fermetra stórt einbýlishús við Bauganes í Skerjafirði og er uppsett verð á því 63 milljónir króna. Verðið á hvern fermetra er því 700.000 krónur, sem er töluvert frá meðalverðinu.

Í lýsingu kemur fram að í húsinu hafi Ásthildur, ekkja Steins Steinarrs, búið frá 1960 til 1999, en talað er um húsið í Bauganesi í ævisögum um skáldið.

Húsið hefur verið mikið endurnýjað, en um er að ræða hús með kjallara, hæð og risi. Mikið útsýni er út af rishæðinni m.a. út á Esjuna, Hallgrímskirkju, Perluna, Bláfjöll, Keili og Bessastaði. Lóðin er 433,0 fermetra eignarlóð og á henni er afgirtur sólpallur. Birt flatarmál hússins er 90,30 fermetrar eins og áður segir, en gólfflötur hússins er eitthvað stærri þar sem rishæðin er að hluta til undir súð.

Sjá má myndir af eigninni hér fyrir neðan.



Bauganes.
Bauganes.

Bauganes.
Bauganes.

Bauganes.
Bauganes.

Bauganes.
Bauganes.

Bauganes.
Bauganes.

Bauganes.
Bauganes.

Bauganes.
Bauganes.

Bauganes.
Bauganes.

Bauganes.
Bauganes.