Árshagvöxtur í Indlandi mældur frá 1. apríl til 31. mars nam 7,1 prósentustigi. Hagvöxtur dróst saman um 0,9% frá síðasta ári þegar hagvöxtur nam 8%. Hagvöxtur á fyrstu þremur mánuðum ársins var 6,1% meðan að spár greiningaraðila gerðu ráð fyrir 7% hagvexti.

Samkvæmt frétt BBC er ástæða samdráttarins rakinn til ákvörðunar ríkisstjórnar Indlands frá því í nóvember á síðasta ári um að taka alla 500- og 1000 rúpíu seðla úr umferð. Aðgerðin var sett fram til þess að berjast gegn spillingu í landinu en minnkaði þar með seðla- og peninga í umferð um 86%.

Hagvaxtartölurnar segja þó ekki alla söguna. Gögn um hagvöxt í Indlandi innihalda ekki tölur um starfsemi lítilla fyrirtækja né tölur um aðra óskráða atvinnustarfsemi. Samanlagt eru þessir tveir þættir taldir nema rúmlega helmingi af heildarlandsframleiðslu Indlands.

Þess má geta að reikningsár indverska ríkisins nær frá 1. apríl til 31. mars.