Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði um 0,66% í 3,7 milljarða viðskiptum dagsins og stendur hún nú í 1.697,53 stigum.

Aðalvísitala Skuldabréfa hækkaði um 0,23% í 71 milljarða viðskiptum dagsins og stendur hún nú í 1.262,51 stigi.

N1 lækkaði meðan Icelandair og Nýherji hækkuðu mest

N1 var eina félagið sem lækkaði í virði í kauphöllinni í dag, eða um 0,87% í 205 milljón króna viðskiptum og fæst nú hvert bréf félagsins á 114,00 krónur.

Mesta hækkunin var á gengi bréfa Icelandair group eða um 2,84% í 233 milljóna króna viðskiptum og er gengið nú 14,14 krónur.

Næst mesta hækkunin var á gengi bréfa Nýherja eða um 2,57% í 101 milljón króna viðskiptum og fæst nú hvert bréf félagsins á 29,95 krónur.

Mest velta með bréf Reita og Haga

Mesta veltan var með bréf Reita eða fyrir 693 milljónir króna og hækkaði gengi bréfanna um 0,75% og eru þau því nú verðlögð á 93,90 krónur.

Næst mesta veltan var með bréf Haga, eða um tæpar 600 milljónir og hækkaði gengi bréfanna um 0,65% og er hvert bréf þess nú skráð á 46,70 krónur.