7,7 milljarða króna velta var á viðskiptum Kauphallarinnar í dag. Þá var tæplega 7,1 milljarða velta með skuldabréf og 611 milljóna króna velta á viðskiptum með hlutabréf á Aðalmarkaði.

Lítil breyting var á gengi hlutabréfa í dag en aðeins hækkuðu þrjú félög, Össur um 1,95%, Reginn um 0,14% og Vodafone um 0,13%. Mesta lækkun var á gengi bréfa í Marel eða um 0,69% og fylgdu þar á eftir Icelandair Group (0,65%) og HB Grandi (0,63%).

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,47% og stendur lokagildi hennar í 1.386,68.