Kynningarmiðstöðvar lista fá 60% meira framlag á árinu 2012 eða samtals 71 milljón.

Um er að ræða samninga við Handverk og hönnun sem fær 12 milljónir, Hönnunarmiðstöð Íslands 15 milljónir, Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar (KÍM) 23 milljónir og Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar (ÚTÓN) fær 21 milljón.

Að auki hafa 25 milljónir verið veittar til að fylgja eftir árangrinum af bókasýningunni í Frankfurt og fimm milljónir til Leiklistarsambands Íslands vegna þátttöku í erlendum verkefnum.