*

föstudagur, 19. júlí 2019
Innlent 25. mars 2016 14:42

71% fór til útlanda

Íslendingar voru duglegir að fara í borgarferðir á síðasta ári en stór hluti fór til sólarlanda og var vinsælast að fara til Spánar.

Ritstjórn

Um 71% landsmanna fór í utanlandsferð á síðasta ári samkvæmt könnun sem MMR gerði fyrir Ferðamálastofu og birt var fyrir nokkrum dögum. Hefur hlutfallið ekki mælst svo hátt í könnunum Ferðamálastofu síðastliðin sjö ár.

Langflestir fóru í borgarferð eða 43%, 36% fór að heimsækja vini og ættingja og tæp 34% í sólarlandaferð. Þegar spurt var til hvaða lands hefði verið farið kom í ljós að flestir fóru til Spánar eða 34%, næstflestir fóru til Portúgal eða tæp 27%. Úrtak könnunarinnar ver 1.398 Íslendingar á aldrinum 18 til 80 ára valdir úr 18 þúsund manna álitsgjafahópi MMR, sem valinn er með tilviljunarúrtakið úr þjóðskrá. Svarhlutfallið var 66%.

Viðskiptablaðið greindi frá því á dögnunum að útlit væri fyrir að met yrði slegi í utanlandsferðum á þessu ári eins og lesa má hér. Gamla metið er frá 2007 þegar landsmenn fóru samtals í 450 þúsund ferðir.