Halli á rekstri Orkuveitu Reykjavíkur á síðasta ári nam 73 milljörðum króna samanborið við 6,5 milljarða hagnað árið á undan. Í tilkynningu kemur fram að aðalástæðan fyrir tapinu er reiknað gengistap vegna veikingar íslensku krónunnar, sem nemur 88,1 milljarði króna.

Hagnaður fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir nam 11,7 milljörðum króna og hefur ekki verið meiri í tíu ára sögu félagsins.

Í tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur kemur fram, að gengishagnaður vegna styrkingar krónunnar á þessu ári nemi 26,4 milljörðum króna.