Rannsóknasetur verslunarinnar (RSV) birti í morgun árlega spá sína um jólaverslun ársins. Skýrslu RSV má nálgast hér.

Samkvæmt spánni í ár áætlar RSV að velta smásöluverslunar yfir jólamánuðina, nóvember og desember, aukist að nafnvirði um tæp 4,3% frá fyrra ári, en sambærileg aukning var 7,1% í fyrra.

Þá er áætlað að heildarvelta smásöluverslana verði um 123,7 milljarðar króna yfir jólamánuðina í ár, rúmum 5 milljörðum hærri en í fyrra miðað við breytilegt verðlag.

Að raunvirði dragist veltan þó saman um 1,7% frá fyrra ári.

Spá RSV gerir ráð fyrir að verslun yfir jólamánuðina í ár verði 73.535 krónum meiri, á mann, en hún er að jafnaði aðra mánuði ársins. Það gerir tæplega 295 þúsund krónur fyrir vísitölufjölskylduna vegna jólahaldsins.

Smásöluvelta yfir jólamánuðina á mann

Velta á mann Þar af vegna jóla
Dagvara 137.353 kr. 28.844 kr.
Sérvara 212.812 kr. 44.690 kr.
Samtals 350.164 kr. 73.535 kr.
Spá um veltu í smásöluverslun yfir jólamánuðina 2022, á mann, með vsk, ásamt sundurliðun eftir vöruflokkum. Veltan er fyrir tvo mánuði, nóvember og desember. Heimild: Rannsóknasetur verslunarinnar.