*

laugardagur, 4. desember 2021
Innlent 17. desember 2019 10:55

731 milljóna þrot eiganda United Silicon

Gjaldþrot Kísils III nam 731 milljón króna, en umrætt félag var eitt af eigendum félags sem átti kísilverksmiðjuna í Helguvík.

Ritstjórn
Kísilverksmiðja United Silicon í Helguvík.
Haraldur Guðjónsson

Skiptum á þrotabúi félagsins Kísill III slhf., hefur verið lokið án þess að nokkur greiðsla fékkst upp í lýstar kröfur, en alls námu lýstar kröfur í búið rúmlega 731 milljón króna. Þetta kemur fram í Lögbirtingarblaðinu. 

Umrætt fyrirtæki var eitt af eigendum Sameinaðs sílikons, en það félag var eigandi kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík. 

Líkt og Viðskiptablaðið sagði frá í gær þá fundust engar eignir í þrotabúi félagsins Brimstone ehf., sem var í eigu Magnúsar Garðarssonar, fyrrverandi fostjóra United Silicon. Félagið var lýst gjaldþrota í maí og lauk skiptum þann 4. desember. 628 milljóna kröfum var lýst í búið sem ekkert fékkst upp í.