*

laugardagur, 12. júní 2021
Innlent 9. maí 2021 15:19

734 milljóna hagnaður Svanhildar Nönnu

Hagnaður SNV, eignarhaldsfélags fjárfestisins Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur, jókst um 111 milljónir frá árinu 2019.

Ritstjórn
Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir.

SNV Holding ehf., eignarhaldsfélag fjárfestisins Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur, hagnaðist um 734 milljónir króna á síðasta ári og jókst hagnaðurinn um 111 milljónir frá fyrra ári.

Hagnaður af eignarhlutum og verðbréfum nam 791 milljón króna. Eignir félagsins námu tæplega 4,8 milljörðum króna í lok síðasta árs og eigið fé tæplega 4,6 milljörðum.

Meðal eigna félagsins í árslok var 6,24% hlutur í Kviku banka sem metinn var á ríflega 2,3 milljarða króna.