Hagvöxtur jókst um 7,4% í Kína á fyrsta ársfjórðungi. Þetta er nokkuð meiri hagvöxtur en gert var ráð fyrir. Alþjóðabankinn hafði fyrr á árinu spáð því að hagvöxtur myndi verða 7,7% á þessu ári. Spáin var nýverið færð niður um 0,1 prósentustig. Nú er almennt gert ráð fyrir að hagvöxtur á árinu öllu muni ekki ná 7,7% á þessu ári eins og á fjórða ársfjórðungi í fyrra, að því er fram kemur í umfjöllun breska ríkisútvarpsins ( BBC ) um ganginn í hagkerfi Kína.

BBC segir ýmis merki um að hagkerfið í Kína sé á fullu. Það sé að hluta í samræmi við aðgerðir stjórnvalda sem hafi unnið að því að kæla ofhitnað hagkerfið en láta vöxt í einkaneyslu halda því uppi. Einkaneyslan er samkvæmt BBC aukin með launahækkunum. Því til staðfestingar hafi framleiðni aukist um 8,8% og einkaneysla aukist um 12,2%.