Landsbankinn hefur skilað umsögn um framvörp til laga um veiðigjöld og stjórnun fiskveiða.

Bankinn skoðaði 124 fyrirtæki en alls eru aflaheimildir þessara fyrirtækja um 90% af heildarúthlutun aflaheimilda hér við land. Af þessum 124 fyrirtækjum eru 74 sem ekki eru talin geta staðið við núverandi skuldbindingar sínar verði frumvarpið um veiðgjöldin samþykkt óbreytt. Fjöldi starfa hjá þessum 74 fyrirtækjum er um 4.000.

Í tilkynningu frá Landsbankanum segir jafnframt að útreikningar bankans bendi til þess að sú gjaldtaka sem gert er ráð fyrir muni ekki ganga upp í ljósi stöðu íslensks sjávarútvegs í dag og að hún muni draga úr getu og vilja fyrirtækja til nýfjárfestinga, nýsköpunar og vöruþróunar.

Brimnes RE (Mynd: Alfons Finnsson)
Brimnes RE (Mynd: Alfons Finnsson)
© Edwin Roald Rögnvaldsson (VB Mynd/Edwin)