Flugfélög hafa aflýst samtals 7.400 flugferðum frá deginum í dag fram á þriðjudag. Ástæðan er fellibylurinn Sandý. Nær aflýsingin frá Boston niður til Washington.

Meðal þeirra flugfélaga sem hafa aflýst flugi er Icelandair. Félagið hefur aflýst báðum flugferðum sínum til og frá New York á morgun.

Búist er við því að fellibylurinn muni skella á austurströnd Bandaríkjanna annað kvöld en þegar er vindhraði orðinn talsverður á svæðinu.

Einnig hefur neðanjarðarlestakerfi New York borgar verið lokað og kauphöllinn á Wall Street verður einnig lokuð fólki, en rafræn viðskipti munu ganga sinn vanagang. Einnig munu stjórnarbyggingar í Washington vera lokaðar á morgun.