1.504 milljóna króna hagnaður varð af rekstri Eyris Invest árið 2008 sem jafngildir 7,5% ávöxtun eigin fjár.  Eigið fé í árslok nemur 31.392 milljónum króna en var 18.133 milljónir króna í upphafi árs. Tap fyrir skatta nam 240 milljónum króna í samanburði við ríflega 900 milljóna kr. hagnað á síðasta ári.

Í lok síðasta árs og byrjun þessa var samið um framlengingu allra bankalána og er næsta afborgun bankalána félagsins í maí 2011 segir í tilkyningu félagsins.

Eigið fé er 31.392 milljónir króna og reiknast eiginfjárhlutfall 40,8% Næsta afborgun bankalána er í maí 2011 og meðaltími langtímalána er þrjú og hálft ár segir í tilkyningunni.

Laust fé og aðrar bankainnistæður nema 6.942 milljónum króna. Markaðsskuldabréf á gjalddaga á seinni hluta þessa árs nema 3.567 milljónum króna.

Meginhluti eigna Eyris Invest eru eignarhlutir í þremur leiðandi iðnfyrirtækjum: Marel, Össuri og Stork.  Að auki fjárfestir Eyrir Invest í ýmsum sprotafyrirtækjum og styður þau til vaxtar.  Stærsta fjárfesting félagsins í sprotafyrirtæki er leiðandi hlutur í Calidris sem þróar og markaðssetur hugbúnað til tekjustýringar hjá flugfélögum víða um heim.