Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir ekki víst að gerð verði krafa um að kröfuhafar gömlu bankanna afskrifi kröfur sínar um 75% í frumvarpi að nauðasamningum. Þetta kemur fram í viðtali Bloomberg við fjármálaráðherrann.

Bjarni segir að menn hafi lesið of mikið í töluna 75%. það hafi einungis verið tala sem nefnd hafi verið óformlega á hádegisverðarfundi. Endanleg tala gæti orðið hærri eða lægri.

"Við erum að vinna að lausn sem væri hægt að vinna með," segir Bjarni í samtali við Bloomberg. Hann leggur áherslu á að sú lausn verði fagleg.