„Það var ekki alveg nægilega góð útkoma úr þessu. En þetta rokkar svolítið á milli ára,“ segir Árni Tómasson, formaður prófanefndar Félags löggiltra endurskoðenda (FLE). Aðeins átta náðu verklegu prófi til að öðlast rétt til að fá löggildingu sem endurskoðendur í október í fyrra. Prófið þreyttu 33 og er náðu aðeins 24,2% þeirra. Kynjahlutföllin skiptust jafnt á milli karla og kvenna. Í fyrra náðu um 40% þátttakenda prófinu en alla jafna nær því um þriðjungur.

Árni segir mikla pressu á þeim sem þreyti prófið hjá Félagi löggiltra endurskoðenda og aðdragandann langan.

„Menn eru búnir að fara í gegnum fimm ára háskólanám, þriggja ára starfsnám, svo fara þau gegnum í þessa síu,“ segir hann. Prófið stendur yfir í 16 klukkustundir og stendur yfir í tvo daga.

En þar með er ekki öll sagan sögð því miklar kröfur gerðar til endurskoðenda.

„Endurskoðendur eru teknir út með endurmenntun á þriggja ára fresti. Ef menn hafa ekki varið formlega 90 klukkustundum á þriggja ára tímabili í endurskoðun þá eru menn sviptir starfsréttindum. Engin starfstétt á Íslandi sem er með nándar nærri jafn miklar kröfur á sér,“ segir Árni Tómasson.

Hér má sjá þá sem náðu prófinu hjá FLE.