7,47 milljarða velta var í viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Þar af var um 5,6 milljarða velta með skuldabréf og 1,8 milljarða velta með hlutabréf.

Mesta veltan var með viðskipti í fasteignafélaginu Reitum annan daginn í röð eða um 364 milljarðar og hækkaði gengi bréfa þeirra um 0,75%. Mest hækkaði gengi bréfa í Marel eða um 1,06%. Gengi bréfa í TM lækkaði mest eða um 0,47% en þar á eftir komu Hagar með 0,13% lækkun.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,69% í dag og stendur lokagildi hennar í 1.502,48. Aðalvísitala skuldabréfa hækkaði um 0,33% en óverðtryggði hlutinn lækkaði um 0,16% og verðtryggði hækkaði um 0,43%.