Skiptum er nú lokið í fyrirtækinu Byggingavörur Dúdda ehf. Félagið hét áður Úlfurinn Byggingavörur og var eitt þeirra fyrirtækja sem lentu í húsleitum Samkeppniseftirlitsins og efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra í byrjun mars í fyrra.

Ásamt því að gera hús-leit hjá Úlfinum gerðu yfirvöld húsleit hjá Húsasmiðjunni og Byko.

Fyrirtækið var tekið til gjaldþrotaskipta í september sl. og var Árni Einarsson hdl. skipaður skiptastjóri.

Lýstar kröfur í búið námu 74,8 milljónum króna en eftir því sem fram kemur í Lögbirtingablaðinu fundust engar eignir í búinu.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.