Erlendar skuldir íslenska þjóðarbúsins námu alls 12.295 milljörðum króna í lok árs 2013. Þar af námu skuldir innlánsstofnana í slitameðferð um 9.281 ma.kr. eða um 75,5% af heildarskuldum samkvæmt tölum Seðlabanka Íslands. 1.372 milljarða skuldir, eða 11,2% af heildarskuldum má rekja til beinna fjárfestinga, þ.e. lána frá tengdum félögum erlendis eða lána frá erlendum fjárfestum.

Aðrir stórir skuldarar eru Seðlabankinn sem skuldar 6,22% af erlendum skuldum og hið opinbera sem skuldar 4,53% af erlendum skuldum. Samtals skulda opinberir aðilar því um 10,8% af erlendum skuldum þjóðarbúsins.