Þriðji stærsti banki Bandaríkjanna, Bank of America, tilkynnti í dag að hagnaður félagsins hafi numið 4,7 mö.USD á fyrsta ársfjórðungi eða sem nemur 1,14 dollurum á hlut. Hagnaðurinn jókst því um 75% milli ára en hagnaður sama tímabils í fyrra nam 2,7 mö.kr. sem nemur 0,9 dollurum á hlut. Þessi mikla hagnaðaraukning er þó að miklu leyti til komin vegna ytri vaxtar í tengslum við fyrirtækjakaup. Þannig skekkja kaup Bank of America á fjármálafyrirtækinu FleetBoston samanburð milli ára þar sem FleetBoston var ekki kominn inn í bækur félagsins á fyrsta ársfjórðungi síðasta árs segir í Vegvísi Landsbankans.

Sérfræðingar gera því ráð fyrir minni tekjuvexti á örðum ársfjórðungi eða um 5%. Ágætis viðbrögð voru við uppgjörinu á hlutabréfamarkaðnum í dag en það sem af er degi (kl.15:30) hafa hlutabréf í Bank of America hækkað um tæpt 1%.

Byggt á Vegvísi Landsbankans.