Félög iðnaðarmanna samþykktu í allsherjaratkvæðagreiðslu meðal félagsmanna sinna að boða til verk­falla í öll­um stétt­ar­fé­lög­un­um. 75,1% samþykktu verkfallið, en 22,1% kusu gegn því og 2,8% tóku ekki afstöðu.

Fram kemur í tilkynningu að fé­lög iðnaðarmanna sem eru með sam­starf við end­ur­nýj­un á al­menna kjara­samn­ing­um við Sam­tök at­vinnu­lífs­ins, MATVÍS, Grafía/​FBM, VM, aðild­ar­fé­lög Samiðnar, Fé­lag hársnyrti­sveina og aðild­ar­fé­lög Rafiðnaðarsam­bands­ins

Kosningarnar náðu til 10.499 félagsmanna í 25 stéttarfélögum og var kosningaþátttakan 44.6%. Samþykkt var að boða til verkfalla í öllum stéttarfélögunum sem hæfust 10. júní með tímabundnu verkfalli og ótímabundnu verkfalli 24. ágúst næstkomandi.

Heimild til verkfallsboðunar var því samþykkt með miklum meirihluta atkvæða og náist ekki ásættanlegur árangur í viðræðum við atvinnurekendur á næstu dögum, koma framangreind verkföll til framkvæmda og 10.500 iðnaðarmenn leggja niður störf. Þar af 1118 meðlimar í MATVÍS, félag iðnaðarmanna í matvæla- og veitingagreinum. Þá gætu veitingahús og bakarí lokað víða um land.