Alls námu lýstar kröfur 755,4 milljónum króna en um 35 milljónir króna fengust upp í lýstar kröfur. Þetta kemur fram í auglýsingu í Lögbirtingablaðinu .

Félagið var tekið til gjaldþrotaskipta þann 3. júní fyrir ári síðan og lauk skiptum þann 27. maí síðastliðinn með úthlutunargerð úr þrotabúinu. Veðkröfur fengust greiddar að fullur en þær námu 23,1 milljón og um 5,4% forgangskrafna fékk greidd, eða 12 milljónir.

Sjá einnig: Lítið fæst upp í 750 milljóna kröfur

Ekkert fékkst greitt upp í almennar eða eftirstæðar kröfur.