Í könnun sem Capacent Gallup vann fyrir Samtök atvinnulífsins (SA) kemur fram að um 76% stjórnenda 400 í stærstu fyrirtækjum landsins telji aðstæður í efnahagslífinu vera frekar eða mjög slæmar. 22% telja aðstæður hvorki góðar né slæmar en einungis 2% svarenda telja þær góðar.

Þetta kemur fram á vef SA.

32% stjórnendanna telja að aðstæður verði betri eftir 6 mánuði. 26% vænta þess að ástand verði óbreytt en 42% búast við því að aðstæður verði verri að hálfu ári liðnu.

Í frétt SA segir einnig að meirihluti fyrirtækjanna sem tóku þátt í könnuninni býst við óbreyttum starfsmannafjölda hjá sér, en um fjórðungur þeirra hyggst fækka starfsfólki.