Færeyska olíufélagið Atlantic Petrolum skilað 76 milljón danskra króna í tap árið 2007. Í Morgunkorni Glitnis segi rða til samanburðar skilaði fyrirtækið tapi upp á 8 milljónum danskra króna árið 2006. Tapið nú stafar einkum af óuppgerðum gengismun við breska pundið, en reikningar félagsins eru færðir í þeirri mynt. Félagið er ekki enn byrjað að afla sér tekna. Í tilkynningu félagsins segir að það hyggist framfylgja stefnu sinni um áframhaldandi vöxt á þessu ári. Félagið áætlar að fjárfesta í olíuleit fyrir um 95 milljónum danskra króna á árinu og í þróun á olíuvinnslusvæðum fyrir um 120 milljónir.

Afkoma Atlantic 2007