Hagvöxtur stóð í stað á milli ára í Kína í fyrra þegar hann mældist 7,7%, samkvæmt upplýsingum hagstofu Kína. Þetta er aðeins yfir væntingum sem hljóðuðu upp á 7,5%. Bandaríska dagblaðið The Washington Post segir tölurnar sýna að stjórnvöld hafi hægt verulega á ofhitnuðu hagkerfinu á síðastliðnum sex árum.

Blaðið hefur eftir sérfræðingi hjá Citigroup í Hong Kong að þótt draga sé úr hagvexti í Kína á séu það góðar fréttir, Kínverjar verði að hægja á hagkerfinu og þenslunni, ekki síst útlánaþenslu til að draga úr áhættu í fjármálakerfinu.