*

þriðjudagur, 18. júní 2019
Innlent 20. september 2018 14:20

77 milljarða gjaldþrot Samson

Skiptum í Samson, sem hélt utan um eignarhlut Björgólfsfeðga í Landsbankanum, er lokið á tíu ára eftir að félagið fór í þrot.

Ritstjórn
Björgólfur Thor Björgólfsson.
Haraldur Guðjónsson

Skiptum er lokið í Samson eignarhaldsfélagi ehf., fjárfestingafélagi Björgólfsfeðga, Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar, sem stofnað var utan um kaup á hlut ríkisins í Landsbankanum árið 2002.

Lýstar kröfur námu 77,4 milljörðum króna, en 6,5 milljarðar króna fengust upp í kröfurnar eða 8,6% að því er fram kemur í Lögbirtingablaðinu í dag. Almennar kröfur námu 48,6 milljörðum króna, veðkröfur, 28,9 milljörðum króna, forgangskröfur á 1,7 milljónum króna og búskröfur námu 1,6 milljón króna.

Á árunum 2005 og 2006 hóf Samson aðrar fjárfestingar, til dæmis í fasteignafélaginu Samson Properties. Í kjölfar yfirtöku ríkisins á Landsbankanum í október 2008 var óskað eftir því að félagið yrði tekið til gjaldþrotaskipta og var félagið lýst gjaldþrota 12. nóvember 2008 og tóku gjaldþrotaskipti félagsins því tæpan áratug.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is