Framúrakstur stofnana ríkisins á síðasta ári nemur tæpum 3,3 milljörðum króna og vegur þar þyngst um 1,5 milljarða framúrakstur stofnana heilbrigðisráðuneytis og tæplega eins milljarðs króna framúrakstur stofnana menntamálaráðuneytis, en þau tvö eru jafnframt stærstu ráðuneytin.

Útgjöld sem tengjast meðal annars sjóðum, sérgreiðslum, tilfærslum, bótaliðum o.fl. eru ekki í þeirri tölu, en þau námu um 1,6 milljörðum í fyrra. Alls voru það 77 stofnanir sem tilheyra A-hluta ríkisreikninga sem skiluðu neikvæðri stöðu, að því er fram kemur í nýlega birtum ríkisreikningum fyrir liðið ár.

Tölur um framúrakstur stofnana sem heyra undir ráðuneyti þurfa þó ekki að endurspegla heildarútkomu viðkomandi ráðuneytis enda reiknast á móti stofnanir sem skila jákvæðri afkomu.

______________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .