Hagnaður fasteignasölunnar Mikluborgar nam 778 milljónum króna á síðasta ári og ríflega þrefaldaðist frá fyrra ári.

Rekstrarhagnaður nam 420 milljónum króna en 568 milljóna afkoma af verðbréfaeign skilaði því að endanlegur hagnaður var mun meiri.

Eignir námu 1,9 milljörðum, eigið fé 1,4 milljörðum og skuldir 567 milljónum í lok síðasta árs.

Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu þann 15. september.