Skiptum á þrotabúi eignarhaldsfélags Hreiðars Más Sigurðssonar sem hét einfaldlega Hreiðar Már Sigurðsson ehf. Þrotabúið var tekið til gjaldþrotaskipta þann 13. apríl 2011 og lauk skiptum á fimmtudaginn. Eins og áður hafði verið greint frá nema kröfur í þrotabúið 7,8 milljörðum króna.

Lýstar kröfur í búið námu tæplega 7,8 milljörðum króna. Alls fengust greiddar 15,2 milljónir upp í almennar kröfur eða 0,2%. Engum forgangskröfum var lýst í búið.

Hreiðar Már Sigurðsson var, sem kunnugt er, forstjóri Kaupþings. Hann er var nýlega dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir aðild að markaðsmisnotkun og umboðssvikum, en hefur áfrýjað þeim dómi. Annað mál gegn honum er fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.