Hagnaður bílaumboðsins Heklu nam á árinu 2011 tæpum 1,2 milljörðum króna, samanborið við 5,1 milljarð króna árið áður. Bæði árin kemur hagn­aður til vegna mikilla af­ skrifta. Rekstrartap Heklu árið 2011 var 55 milljónir króna, samanborið við tap upp á 419 milljónir króna árið áður. Eftirgjöf og leiðrétting lána á árinu 2010 nam tæpum 6,5 millj­örðum króna og rúmum 1,3 milljörðum króna árið 2011.

Félagið hefur því fengið afskrifað um 7,8 milljarða króna. Eigið fé félagsins í árslok 2011 nam 223 milljónum króna en var neikvætt um tæpar 970 milljónir króna árið 2010. Skuldir félagsins í árslok 2011 námu um 1,65 milljörðum króna eftir afskriftir. Þá kemur fram í ársreikningi félagsins að laun til fyrri stjórnenda hafi numið 52,5 milljónum króna á árinu 2011.