Farþegar skemmtiferðaskipa sem hafa boðað komu sína til Akureyrar næsta sumar eru um 78 þúsund sem er um fimmtungs aukning milli ári. Fyrsta skipið er væntanlegt 4.júní og síðasta skipið er væntanlegt 11. September. Skipakomurnar eru samtals 65 talsins. Þetta kemur fram á síðu Vikudags.

Tekjur Hafnasamlags Norðurlands á síðasta ári voru rétt um 300 milljónir króna. Hluti skemmtiferðaskipa var þar af um 100 milljónir. Pétur Ólafsson, skrifstofustjóri Hafnasamlags Norðurlands, segir skemmtiferðaskipin skipta miklu máli og mikið hefur verið lagt upp úr markaðssetningu. Hann segir Hafnasamlagið njóta góðs af því að Ísland sé í tísku þessi árin hjá ferðafólki.