Vöxtur ferðaþjónustunnar kemur skýrt fram í fjölda þeirra fyrirtækja, sem eru stofnuð á hverju ári. Ferðamálastofa heldur utan um leyfisveitingar til ferðaskrifstofa og ferðaskipuleggjenda. Í grófum dráttum er munurinn á ferðaskipuleggjendum og  ferðaskrifstofum sá að ferðaskipuleggjendur hafa einungis leyfi til að bjóða upp á dagsferðir.

ferðaskrifstofur
ferðaskrifstofur
Það sem af er ári hafa 33 nýjar ferðaskrifstofur fengið starfsleyfi og Í fyrra fengu 46 starfsleyfi. Í dag eru 265 ferðaskrifstofur starfandi í landinu. Á síðustu 22 mánuðum hefur ferðaskrifstofum því fjölgað um 42%. Alls eru 845 ferðskipuleggjendur með starfsleyfi. Það sem af er ári hafa 94 fengið leyfi og á síðasta ári fengu 119 starfsleyfi. Ferðaskipuleggjendum hefur því fjölgað um 34% á síðastu 22 mánuðum.

Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að þessar tölur séu lýsandi fyrir unga atvinnugrein í miklum vexti.

„Það sem einkennir greinina er að fyrirtækin eru mörg mjög lítil, jafnvel einyrkjar, og því segir aukningin kannski ekki alla söguna," segir hún.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .