

Prentstaður íslenskra bóka hefur haldist nokkurn veginn að fjórum fimmtu hlutum erlendis síðustu þrjú árin, en hlutfall bóka sem prentaðra eru erlendis jókst fyrir það jafnt og þétt frá árinu 2009 þegar hlutfall þeirra sem prentaðar voru á Íslandi náði hæst.
Þetta er niðurstaða könnunar Bókasambands Íslands á prentstað íslenskra bóka sem getið er í Bókatíðindum Félags íslenskra bókaútgefenda 2020.
Fjöldi titla sem prentaðir eru innanlands eru 133 og fækkar um 12 frá fyrra ári og sem hlutfall af heild minnkar hún milli ára um 1,3%, er 20,4% í ár en árið 2019 var hlutfallið 21,7% á prentun bókatitla innanlands.
Fjöldi titla sem prentaður er erlendis er 519 eða 79,6% en var 522 eða 78,3% í fyrra. Heildarfjöldi prentaðra bókatitla er 652 í Bókatíðindunum í ár en var 667 árið 2019.
Skoðað var hvert hlutfall prentunar innanlands og erlendis er eftir flokkum: