Skráð atvinnuleysi í nóvember 2009 var 8% eða að meðaltali 13.357 manns og eykst atvinnuleysi um 5,3% að meðaltali frá október eða um 675 manns.

Þetta kemur fram í nýjum tölum Vinnumálastofnunar um atvinnuleysi en á sama tíma á árinu 2008 var atvinnuleysi 3,3%, eða 5.445 manns.

Fram kemur að atvinnuleysi er nú mest á Suðurnesjum, 13%, en minnst á Vestfjörðum, 2,8%.

Atvinnuleysi eykst um 6,3% meðal karla en um 3,8% meðal kvenna. Atvinnuleysið er 8,5% meðal karla og 7,3% meðal kvenna.

Fjöldi þeirra sem hafa verið atvinnulausir lengur en 6 mánuði er nú 7.394 og eykst úr 7.352 í lok október og er um 49 % þeirra sem eru á atvinnuleysisskrá í lok nóvember.

Sjá nánar á vef Vinnumálastofnunar.