Í gær lokuðu yfirvöld í 8 bönkum viðsvegar um Bandaríkin. Bandaríska alríkisstofunin Federal Deposit Insurance Corporation (FDIC), sem sett var á stofn haustið 2008, tók yfir innistæðum þeirra en skilyrði fyrir því er að bankarnir hafi tryggingu hjá stofnuninni. Hefur stofnunin þá tekið yfir innistæður 119 fallina banka það sem af er ári. Stærstur þessara banka var ShoreBank í Chicago sem var stofnaður árið 1973 í suðurhluta Chicago. Þar býr fólk með hvað lægstar tekjur í borginni. Nærri bankanum er Kenwood hverfið, þar sem Barack Obama forseti bjó áður en hann fluttist til Washington. Listinn yfir föllnu banka gærdagsins: Sonoma Valley Bank, Sonoma, CA Los Padres Bank, Solvang, CA Butte Community Bank, Chico, CA Pacific State Bank, Stockton, CA ShoreBank, Chicago, IL Imperial Savings & Loan Association, Martinsville , VA Independent National Bank, Ocala, FL Community National Bank of Bartow, Bartow, FL