Gísli Hauksson er forstjóri og einn stærsti eigandi fjármálafyrirtækisins GAMMA. Félagið hefur unnið nýtt mat á þeim þjóðhagslegu áhrifum sem Vaðlaheiðargöng munu hafa, og telja að áhrifin munu verða langt um neikvæð - um heila átta milljarða króna. Þetta segir Gísli í viðtali við DV í morgun.

Vaðlaheiðagöng eru veggöng sem unnið er að undir Vaðlaheiði við Eyjafjörð. Þau erum um 7,2 kílómetra löng og með þeim styttist vegalengd milli Akureyrar og Húsavíkur um ríflega 16 kílómetra leið. Þá þarf ekki lengur að aka um Víkurskarð, sem er gjarnan hættulegt á veturna

Eldra mat GAMMA gaf þjóðhagslegt tap upp á 4,3 milljarða króna en síðan þá hefur stofnkostnaður verkefnisins aukist um 1,5 til 2 milljarða króna. Viðskiptablaðið greindi frá þessu um mitt síðasta ár, en áætlaður kostnaður við framkvæmdina er um 12,45 milljarðar íslenskra króna. Slíkt þjóðhagslegt tap er óásættanlegt, segir Gísli.