Efnisveitan Netflix heldur áfram að stækka hratt en á síðasta ársfjórðungi síðasta árs bætti félagið við sig 8,3 milljónum notendum og fór langt fram úr þeirri 6,3 milljóna notendaaukningu sem spáð hafði verið fyrir félagið.

Wall Street Journal greinir frá því að 110,6 milljónir manns greiddu í lok árs fyrir mánaðarlegan aðgang að Netflix en nýtt efni á borð við sjónvarpsþættina Stranger Things og myndina Bright hefur drifið að notendur.

Þykir þetta sýna að þrátt fyrir verðhækkanir og harðnandi samkeppni geti efnisveitan haldið áfram að stækka. Hlutabréfaverð Netflix hækkaði um 9% í gærkvöldi og skaut markaðsvirði félagsins yfir 100 milljarða dala.

Í bréfi til hlutafi sagði Netflix að félagið myndi verja 7,5-8 milljörðum dala í gerð efnis í ár.

Þá gera spár ráð fyrir að 6,35 milljónir nýjir notendur bætist við á fyrsta árfjórðungi ársins 2018.