Átta starfs­mönn­um hug­búnaðarþró­un­ar­deild­ar Sím­ans var sagt upp fyr­ir helgi og var deild­in lögð niður. Þetta hefur Guðmundur Jóhannesson, samskiptafulltrúi Símans staðfest í samtali við mbl.is sem greindi fyrst frá málinu.

Hug­búnaðarþróun sem snýr að rekstri og þróun viðskipta­manna­kerfa hef­ur verið út­vistað til Deloitte á Íslandi og í Portúgal. Alls störfuðu 24 í deild­inni sem lögð var niður en tveir þeirra ganga inn í aðrar deild­ir inn­an Sím­ans og fjór­tán fá ný störf hjá Deloitte.

„Viðskipta­manna­kerfi Sím­ans eru flók­in, byggj­ast mörg á göml­um grunni og erfitt hef­ur reynst að nú­tíma­væða þau. Því stíg­um við það skref að semja við Deloitte sem tek­ur yfir rekst­ur og þróun nú­ver­andi kerfa og hjálp­ar okk­ur að byggja upp nýtt sveigj­an­legt, nú­tíma­legt kerfi sem mun byggj­ast á gull­stöðlum um hvernig svona kerfi eiga að vera hjá fjar­skipta­fyr­ir­tæk­um.“

Kemur fram í skriflegu svari frá Símanum vegna fyrirspurnar mbl.is um uppsagnirnar.